80's lag vikunnar

General Public var stofnuð af þeim Dave Wakeling (söngur, gítar) og Ranking Roger (söngur) árið 1983 en þeir félagar höfðu fram að því verið meðlimir sveitarinnar The English Beat.  Wakeling var helsti lagasmiður sveitarinnar og spilaði hún að mestu nýrómantískt léttpopp, á stundum undir ska-áhrifum.

General Public sendi frá sér tvær breiðskífur - All the Rage (1984) og Hand to Mouth (1986) - áður en hún hætti störfum árið 1987.  Þekktasta lag sveitarinnar, Tenderness, prýddi fyrri skífuna, ásamt lögum eins og Never You Done That, As a Matter of Fact og General Public.  Vinsælustu lögin á síðari skífunni voru Come Again! og Too Much or Nothing.  Árið 1994 kom sveitin saman á ný og gerði plötu sem kom út árið 1995 og bar titilinn Rub It Better.  Sú plata náði litlum vinsældum og úr varð að sveitin lagði endanlega upp laupana skömmu síðar. 

Heimild: www.allmusic.com

 

General Public - Tenderness (1984) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha.. Clueless;D

Þú þarft endilega að fá þér svona ljósar renndur í hárið.. mjög flott;)

Hafdís;) (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband