80's lag vikunnar

Fra Lippo Lippi var stofnuð í Ósló í Noregi árið 1978 af þeim Per Øystein Sørensen (söngur, hljómborð, hljóðgervlar), Rune Kristoffersen (gítar, bassi, píanó, hljómborð) og Morten Sjøberg (trommur, hljómborð).  Nafn hljómsveitarinnar er dregið af nafni ljóðs eftir Robert Browning frá 1855.

Fra Lippo Lippi hefur til þessa sent frá sér átta breiðskífur -  In Silence (1981), Small Mercies (1983), Songs (1985), Light and Shade (1987), The Colour Album (1989), Crash of Light (1990), Dreams (1992) og In a Brilliant White (2002).  Það var aðeins Songs sem náði einhverjum vinsældum í Bretlandi en hins vegar sló sveitin í gegn á Filippseyjum á níunda áratugnum og ku ennþá vera vinsæl þar um slóðir.

Shouldn't Have To Be Like That af plötunni Songs er 80's lag vikunnar.

Heimildir: www.fralippolippi.com, www.wikipedia.org, www.allmusic.com

 

Fra Lippo Lippi - Shouldn't Have To Be Like That (1985) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband