80's lag vikunnar

Talk Talk var stofnuð í London árið 1981 af þeim Mark Hollis (söngur, lagasmíðar), Paul Webb (bassi), Lee Harris (trommur) og Simon Brenner (hljómborð).  Á þeim tíu árum sem sveitin starfaði sendi hún frá sér fimm breiðskífur.

Fyrsta platan kom út árið 1982 og bar heitið The Party's Over (Talk Talk í Bandaríkjunum).  Platan náði sæmilegum vinsældum og voru lögin Talk Talk og Today hvað vinsælust.  Það var hins vegar við útgáfu annarrar breiðskífu sveitarinnar, sem bar titilinn It's My Life, árið 1984 sem hún sló í gegn.  Áður en að gerð þeirrar plötu kom hafði Simon Brenner hætt í sveitinni en í staðinn komið Tim Friese-Greene, pródúsent, lagahöfundur og hljómborðsleikari.  Platan varð vinsæl í Evrópu og Bandaríkjunum en hún innihélt hin vinsælu lög It's My Life, Such a Shame og Dum Dum Girl.  Þriðja plata Talk Talk, The Colour of Spring, kom út árið 1986.  Hún náði einnig miklum vinsældum og svo fór að hún varð söluhæsta plata hljómsveitarinnar.  Af lögum af þeirri plötu má nefna Life's What You Make It og Give It Up.  Þessar þrjár fyrstu plötur Talk Talk eru allar poppplötur en þær endurspegla þróun hljómsveitarinnar úr nýbylgju-synþapoppsveit yfir í popp-rokkband með tilraunakenndu ívafi.

Á fjórðu plötu Talk Talk, Spirit of Eden, sem kom út árið 1988 kveður svo við allt annan tón.  Poppið hefur verið lagt til hliðar og tilraunakennd tónlist tekin við.  Þessi plata náði litlum vinsældum en var lofuð af gagnrýnendum.  Það sama má segja um fimmtu og síðustu plötu sveitarinnar, Laughing Stock, sem kom út árið 1991 en margir gagnrýnendur telja þá plötu hreint meistaraverk.  Þessar tvær síðustu hljómplötur Talk Talk eru oft taldar marka upphaf post-rokksins.

Heimildir: www.allmusic.com, www.wikipedia.org

 

80's lag vikunnar er It's My Life af samnefndri plötu.  Áhugasömum er bent á að finna má fleiri frábær popplög með Talk Talk á YouTube, t.d. áðurnefnd Such a Shame, Dum Dum Girl og Life's What You Make It.

Talk Talk - It's My Life (1984)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvejnar ædlardu aþ sbila eitkvað með Dieter?

Ebeneser (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Verð að gefa þér 1ö fyrir bandið 8 fyrir lagið, vanmetnasta sveir 80´s by far.

Tala nú ekki um Mark Hollis solo plötuna, goddemfokksjitt snilld!

Þórður Helgi Þórðarson, 23.4.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband