27.4.2008 | 12:22
Vorið kemur vænt og hlýtt
Jæja, nú er farið að vora fyrir alvöru hér í S-Frakklandi. Þótt síðustu vikur hafi verið nokkuð vinda- og á stundum vætusamar hefur hitastigið farið smám saman hækkandi og nú síðustu daga hafa verið um og yfir 20°C. Í gær var veðrið sérstaklega gott - glampandi sól, stillt og hitinn fór í 24°C. Eins og gefur að skilja var margt um manninn í miðbæ hinnar bleiku borgar (Toulouse - la ville en rose) og flestir voru greinilega búnir að dusta rykið af sumarklæðum sínum. Veðrið er svo litlu síðra í dag svo mér, næpuhvítum Íslendingnum, er því ekki til setunnar boðið; ég er farinn út að sleikja sólina...
Athugasemdir
Get ekki beðið eftir að komast í sólina til þín;)
Hafdís;) (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:04
Það er gott að eiga þá von að njóta sælu þessa góða staðar á næstunni.
IG (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.