Ekki jafn hrein og vonast var til...

Í gær fengum við afhenta lyklana að íbúðinni sem verður heimili okkar í vetur.  Úff, ég held svei mér þá að Frakkar hafi ekki hugmynd um hvernig hrein íbúð lítur út.  Okkur var lofað að hún yrði þrifin vel og vandlega en ekki staðið við það.  Við Therese vorum í allt gærkvöld að þrífa og ekki búin enn.  Við þrifum klósettið, baðherbergið og eldhúsið/stofuna.  Við eigum eftir að þrífa svefnherbergin og gólfið sem er býsna drullugt.  Það er þó flísalagt svo að það ætti að vera frekar auðvelt að þvo það.  Yfirleitt er þessi íbúð leigð út í skamman tíma í einu og ber hún þess nokkur merki.  Ég mun setja inn nokkrar myndir af íbúðinni þegar við verðum búin að þrífa.

Í dag ætlum við að taka strætó yfir í eitthvert magasín þar sem kunnugir segja að við getum fengið keypt sturtuhengi og aðra nauðsynjavöru.  Við neyddumst nefnilega til þess að henda sturtuhenginu sem fyrir var því það var að nokkru leyti þakið svartri myglu.  En það er líka eins gott fyrir okkur að ná strætó í dag því að á morgun mun hann ekki ganga vegna verkfalls.  Á morgun hefur nefnilega verið boðað verkfall hjá starfsmönnum strætó-, rútu-, lesta- og metrófyrirtækjanna.  Þeir eru nú verkfallssjúkir þessir Frakkar!!  Frá því á mánudaginn hafa háskólastúdentar verið í verkfalli og hafa þeir meinað fólki inngöngu í skólabyggingarnar.  Eins og einhverjum sé ekki sama þótt stúdentar fari í verkfall??  Það bitnar einungis á þeim sjálfum og engum öðrum, skrýtið lið... Grin

Í nýju íbúðinni höfum við ekki nettengingu og höfðum við því hugsað okkur að kaupa slíka þjónustu.   Í gær var okkur hinsvegar sagt að þráðlaust net verði sett upp í húsinu í desember eða janúar.  Það tekur því ekki fyrir okkur að setja upp tengingu fyrir nokkrar vikur og því höfum við ákveðið að bíða bara róleg eftir hinni tengingunni.  Sú tenging verður innifalin í leigunni, rétt eins og gervihnattasjónvarp sem þegar er virkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,
Svört mygla er frekar hættuleg og heilsuspillandi vegna eitursins sem myglan gefur frá sér. Fylgist vel með heilsunni.

Friðrik Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 11:29

2 identicon

hæhæ Gaman að heyra að þið séuð komin í íbúðina.. þá getið þið loksins farið að koma ykkur almennilega fyrir.. Þá verður nú örugglega allt betra Mamma og pabbi sögðu mér að þið ætluðuð að skella ykkur til Kanarí á miðvikudaginn.. það verður örugglega mjög fínt.. 23°C hiti og sól.. En ég var að fatta að það er eiginlega akkúrat mánuður þangað til þú kemur heim.. svo þetta styttist..

Leiðinlegt að geta ekki talað við þig á msn.. ég verð kannski að vera duglegri að fara í tölvuna á daginn.. ertu ekki annars með netið í vinnunni? Við þurfum nefnilega að ræða jólagjafir..

En við heyrumst síðar.. Kv. litla systir

ps. bið að heilsa therese

Hafdís Inga (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:56

3 identicon

Sæl Gummi og Therese.

Vorum að skoða síðuna í fyrsta sinn. Við látum það berast að fjölskyldan getur fengið fréttir af ykkur á blogginu. Það verður gaman að fá myndir af íbúðinni. Við hjóluðum góðan hring í dag og fórum í sund á eftir. Gísli var að keppa í handbolta um helgina í R.vík, strákunum gekk vel náðu þriðja sæti í riðli sterkustu liðanna. Kær kveðja til ykkar og góða ferð til Kanarý. Mamma og pabbi.

mamma og pabbi (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband