16.1.2008 | 14:51
Framkvæmdastjórinn sem fór upp á hól en kom niður þúfu
Ekki veit ég hvað álit Kristjáns Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, á stærð Stórahóls kemur fannfergi á Suðurlandi við. Ekki þekki ég þennan Kristján neitt og hef því ekki hugmynd um hvort hann er til þess bær að gefa sérfræðiálit á stærð fjalla, hóla og þúfna. En ég er auðvitað bara uppalinn á flatlendinu á Selfossi og hef því aldrei búið í nágrenni alvöru fjalla.
Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það er flest stærst og best fyrir austan og því sennilega hvergi á byggðu bóli hægt að finna jafnstórar þúfur og þar. En að líkja Stórahól við þúfu bendir nú til að hann Kristján, framkvæmdastjóri, hafi aldrei séð Stórahól, eða upp á hann komið. Stórihóll er alveg ágætlega stór hóll þar sem hægt er að skemmta sér konunglega á snjóþotu, sleða eða vörubílaslöngu. Ég sé því enga ástæðu til að nota frétt um fannfergi á Suðurlandi til að gera lítið úr þessum gleðigjafa.
Nú ef brottflutta Austfirðinga langar svona mikið til að renna sér á snjóþotum niður alvöru fjöll, eins og þeir kalla þau, þá verða þeir bara að flytja aftur austur.
Fannfergi á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.