Aumar auglýsingar

Síðan Evrópumótið í handbolta hófst í síðustu viku hafa handboltaunnendur sem nýta sér EM-vef Vísis.is þurft að horfa upp á einhverjar þær aumustu auglýsingar sem nokkurn tímann hafa sést, og hafa þær þó margar verið lélegar í gegnum tíðina.  Þessar fáránlegu auglýsingar eru frá ónefndu bílaumboði á Íslandi og sýna hvar bifreið er bakkað yfir hina ýmsu hluti sem tengdir eru þeim þjóðum er íslenska handboltalandsliðið spilar við þann daginn á EM.  Til að mynda var bílnum bakkað yfir sænskar kjötbollur fyrir Svíaleikinn, baguette-langloku fyrir Frakkaleikinn og nú fyrir Þjóðverjaleikinn er bílnum bakkað yfir Derrick heitinn á DVD.  Þessar auglýsingar eru til vansa fyrir viðkomandi bílaumboð og ekki til fyrirmyndar.  Í fyrsta lagi er ekkert íslenskt við þessa bíltegund, frekar en aðrar bíltegundir, og í öðru lagi er ódrengilegt að gera lítið úr öðrum með það að markmiði að sýnast stærri sjálfur.  Það á sérstaklega við þegar kemur að íþróttum og íþróttamannslegri framkomu.  Í því sambandi skal sérstaklega hafa í huga að íþróttamenn framtíðarinnar eru sennilega duglegir við að skoða þennan EM-vef Vísis.is.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband