Mín ástkæra Múlakvísl

Þetta eru áhugaverðar breytingar sem orðið hafa á Múlakvísl og fróðlegt að sjá hana svona vatnslitla og tæra því venjulega er hún grá af aurburði.  Það verður sannarlega spennandi að fylgjast með framvindunni á Mýrdalssandi.

Þótt því fari fjarri að ég sé jafn tengdur Múlakvísl og Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík, þá mun áin alltaf verða mér hugleiknari en mörg önnur vatnsföll eftir að ég fór að henni, sem sérfræðingur Raunvísindastofnunar Háskólans, ásamt Vatnamælingamönnum er hún hljóp þann 7. júlí 2005.  Það var sama dag og sprengjutilræðin voru gerð í neðanjarðarlestunum í London.  Ég tók vatnssýni úr ánni sem var býsna vatnsmikil, dökkgrá af aurburði og angaði af brennisteinsvetni (hveralykt).  Vatnamælingamenn skutluðu mér með sýnið heim til Reynis Ragnarssonar og frúr þar sem ég síaði sýnið í þvottahúsinu hjá þeim hjónum.  Á meðan ég síaði þá rennslismældu þeir Vatnamælingamenn ána.  Síunin gekk afar hægt fyrir sig því síurnar stífluðust fljótt af öllum aurnum og þurfti ég því að skipta um síu í síuhaldaranum þrisvar eða fjórum sinnum.  Svo fór að það tók mig rúmlega tvo tíma að sía 5 lítra sýni en það tekur venjulega innan við hálftíma ef ekki er mikill aur í sýninu.  Ég man sérstaklega eftir því hversu mikil fýla var af árvatninu, einhverskonar blanda af brennisteinsvetni og járni.  Það er erfitt að lýsa þessari lykt en útbúnaðurinn, sem ég notaði í ferðinni, og hendurnar á mér lyktuðu í einn til tvo daga á eftir.  Já, svona hófust nú kynni mín af Múlakvísl.


mbl.is Veður yfir á stígvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband