80's lag vikunnar

Vegna fyrirsjáanlegra anna þá kemur 80's lag vikunnar nokkuð snemma í þetta sinn.

Prefab Sprout [framb. prífeb sprát] var stofnuð árið 1977 í Newcastle, Englandi, af bræðrunum Paddy (söngur, gítar, píanó) og Martin McAloon (bassi).  Síðan þá hafa þeir bræður verið kjarni hljómsveitarinnar en nokkrir tónlistarmenn komið og farið.  Af þeim ber helst að nefna Wendy Smith (söngur) og Neil Conti (trommur).  Paddy McAloon hefur að langmestu séð um laga- og textasmíðar fyrir sveitina en hann er af mörgum talinn með allra bestu lagahöfundum Bretlands.

Prefab Sprout hefur til þessa sent frá sér sjö breiðskífur: Swoon (1984), Steve McQueen (1985; nefnd Two Wheels Good í Bandaríkjunum),  From Langley Park to Memphis (1988), Protest Songs (1989), Jordan: The Comeback (1990), Andromeda Heights (1997) og The Gunman and Other Stories (2001).  Þó að From Langley Park to Memphis hafi selst hvað best af plötum Prefab Sprout, ekki síst vegna vinsælda laganna The King of Rock and Roll og Cars and Girls, er það álit flestra gagnrýnenda að Steve McQueen sé besta plata sveitarinnar og algert meistaraverk.   Það er einmitt lagið Appetite af þeirri plötu sem má finna hér fyrir neðan.  Af öðrum lögum af Steve McQueen má nefna When Love Breaks Down, Goodbye Lucille #1 (oft betur þekkt sem Johnny, Johnny), Bonny og Faron Young

Heimild: www.allmusic.com

 

Prefab Sprout - Appetite (1985) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband