Nýr liður: 80's lag vikunnar

Áður en þetta blogg mitt deyr endanlega drottni sínum hef ég ákveðið að gera tilraun til að blása í það lífi, smella á það kossi lífsins.  Ég hef hugsað mér að kynna eina gamla og góða 80's hljómsveit í hverri viku með því að setja inn tónlistarmyndband af YouTube og stuttan fróðleikstexta um sveitina.

Þótt flestar góðar 80's hljómsveitir hafi komið frá Bretlandi er það amerísk hljómsveit sem ríður á vaðið.

Cock Robin var stofnuð árið 1984 af Peter Kingsbery (söngur, bassi, hljómborð, píanó), Önnu Lacazio (söngur), Clive Wright (gítar) og Louis Molino III (trommur).  Peter Kingsbery var driffjöður sveitarinnar og samdi langflest laga hennar.  Á sjö ára ævi sinni gaf sveitin út þrjár hljóðversplötur; Cock Robin (1985), After Here Through Midland (1987) og First Love: Last Rites (1990).  Hljómsveitin var hvað þekktust fyrir framúrskarandi lagasmíðar Kingsbery og frábæran söng þeirra Kingsbery og Lacazio.  Má því segja að þau tvö hafi verið kjarni hljómsveitarinnar og voru þau einu meðlimir hennar sem komu að gerð allra hljómplatna sveitarinnar.  Cock Robin kom aftur saman árið 2006 og sendi frá sér plötuna I Don't Want to Save the World.

Meðal þekktustu laga Cock Robin eru The Promise You Made, When Your Heart Is Weak, Just Around The Corner, Worlds Apart og Thought You Were on My Side.  Það er einmitt myndbandið við síðasttalda lagið sem má finna hér að neðan.

Heimild: www.allmusic.com

 

Cock Robin - Thought You Were on My Side (1985) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geggjað lag;D

Hafdís (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband