Færsluflokkur: Bloggar
11.12.2008 | 12:57
Minnir á Monk...
Skar sig á háls á sviðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2008 | 12:22
Vorið kemur vænt og hlýtt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2008 | 15:51
Mín ástkæra Múlakvísl
Þetta eru áhugaverðar breytingar sem orðið hafa á Múlakvísl og fróðlegt að sjá hana svona vatnslitla og tæra því venjulega er hún grá af aurburði. Það verður sannarlega spennandi að fylgjast með framvindunni á Mýrdalssandi.
Þótt því fari fjarri að ég sé jafn tengdur Múlakvísl og Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík, þá mun áin alltaf verða mér hugleiknari en mörg önnur vatnsföll eftir að ég fór að henni, sem sérfræðingur Raunvísindastofnunar Háskólans, ásamt Vatnamælingamönnum er hún hljóp þann 7. júlí 2005. Það var sama dag og sprengjutilræðin voru gerð í neðanjarðarlestunum í London. Ég tók vatnssýni úr ánni sem var býsna vatnsmikil, dökkgrá af aurburði og angaði af brennisteinsvetni (hveralykt). Vatnamælingamenn skutluðu mér með sýnið heim til Reynis Ragnarssonar og frúr þar sem ég síaði sýnið í þvottahúsinu hjá þeim hjónum. Á meðan ég síaði þá rennslismældu þeir Vatnamælingamenn ána. Síunin gekk afar hægt fyrir sig því síurnar stífluðust fljótt af öllum aurnum og þurfti ég því að skipta um síu í síuhaldaranum þrisvar eða fjórum sinnum. Svo fór að það tók mig rúmlega tvo tíma að sía 5 lítra sýni en það tekur venjulega innan við hálftíma ef ekki er mikill aur í sýninu. Ég man sérstaklega eftir því hversu mikil fýla var af árvatninu, einhverskonar blanda af brennisteinsvetni og járni. Það er erfitt að lýsa þessari lykt en útbúnaðurinn, sem ég notaði í ferðinni, og hendurnar á mér lyktuðu í einn til tvo daga á eftir. Já, svona hófust nú kynni mín af Múlakvísl.
Veður yfir á stígvélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2008 | 15:28
Skárra að vera púkó
Jæja, nú hefur gengi íslensku krónunnar sunkað niður síðustu mánuði og náð sögulegri lægð. Fréttatímarnir hafa því verið uppfullir af barlómi og hræðilegum fréttum af hækkandi lánum og hækkandi eldsneytisverði. Samkvæmt sumum ku besta lausnin á vandamálinu sú að ríkið hlaupi undir bagga með almenningi og bjargi honum sem snöggvast frá hyldýpi skuldanna. Þetta er nú meiri vitleysan. Fólk verður bara að taka afleiðingum gjörða sinna í þessum málum sem öðrum.
Auðvitað er leiðinlegt að fólk fari á hausinn og ég óska engum þess en hinsvegar mátti alveg sjá í hvað stefndi og það er kominn tími til að Íslendingar láti sér að kenningu verða þegar kemur að botnlausri neyslu. Þarf fólk virkilega að kaupa nýjan bíl á þriggja mánaða fresti, vélsleða, mótorhjól, 50" flatskjá, nýja eldhúsinnréttingu á hverju ári og tvær utanlandsferðir á ári?? Ég er viss um að þeir eru fáir í fjárhagslegum vandræðum nú sem sniðu sér stakk eftir vexti í peningamálum sínum en fylgdust með öðrum eyða um efni fram.
Hvað hátt eldsneytisverð varðar er til einföld lausn fyrir þá sem ekki eiga fyrir bensíndropanum: Að keyra minna!
Ég minnist þess nú þegar ég ræddi erlendu lánin við mann einn mér nákominn í október sl. Honum fannst það sjálfsagt mál að taka lán í erlendri mynt þó svo að hann hefði laun í íslenskum krónum. Félagi hans hafði nefnilega reiknað út að gengi krónunnar þyrfti að lækka um 20% til að það væri hagkvæmara að taka lán í íslenskum krónum með íslenskum vöxtum. Síðan þá hefur krónan lækkað um 30% miðað við evru.
Ja, mikið óskaplega er ég feginn að ég sleppti því að kaupa nýjan bíl, vélsleða, mótorhjól, eldhúsinnréttingu og utanlandsferð, allt á lánum, eins og allir hinir gerðu. Það er jú skárra að vera púkó en á hausnum!
Gríðarlegt flökt á krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 13:36
Þotuhreyflar ganga ekki fyrir bensíni
Flýgur á lífrænu eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2008 | 09:20
Vel við hæfi
Shaq verður ekki með í stjörnuleiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 20:52
Aumar auglýsingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 14:51
Framkvæmdastjórinn sem fór upp á hól en kom niður þúfu
Ekki veit ég hvað álit Kristjáns Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, á stærð Stórahóls kemur fannfergi á Suðurlandi við. Ekki þekki ég þennan Kristján neitt og hef því ekki hugmynd um hvort hann er til þess bær að gefa sérfræðiálit á stærð fjalla, hóla og þúfna. En ég er auðvitað bara uppalinn á flatlendinu á Selfossi og hef því aldrei búið í nágrenni alvöru fjalla.
Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það er flest stærst og best fyrir austan og því sennilega hvergi á byggðu bóli hægt að finna jafnstórar þúfur og þar. En að líkja Stórahól við þúfu bendir nú til að hann Kristján, framkvæmdastjóri, hafi aldrei séð Stórahól, eða upp á hann komið. Stórihóll er alveg ágætlega stór hóll þar sem hægt er að skemmta sér konunglega á snjóþotu, sleða eða vörubílaslöngu. Ég sé því enga ástæðu til að nota frétt um fannfergi á Suðurlandi til að gera lítið úr þessum gleðigjafa.
Nú ef brottflutta Austfirðinga langar svona mikið til að renna sér á snjóþotum niður alvöru fjöll, eins og þeir kalla þau, þá verða þeir bara að flytja aftur austur.
Fannfergi á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.1.2008 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 10:50
Ekki jafn hrein og vonast var til...
Í gær fengum við afhenta lyklana að íbúðinni sem verður heimili okkar í vetur. Úff, ég held svei mér þá að Frakkar hafi ekki hugmynd um hvernig hrein íbúð lítur út. Okkur var lofað að hún yrði þrifin vel og vandlega en ekki staðið við það. Við Therese vorum í allt gærkvöld að þrífa og ekki búin enn. Við þrifum klósettið, baðherbergið og eldhúsið/stofuna. Við eigum eftir að þrífa svefnherbergin og gólfið sem er býsna drullugt. Það er þó flísalagt svo að það ætti að vera frekar auðvelt að þvo það. Yfirleitt er þessi íbúð leigð út í skamman tíma í einu og ber hún þess nokkur merki. Ég mun setja inn nokkrar myndir af íbúðinni þegar við verðum búin að þrífa.
Í dag ætlum við að taka strætó yfir í eitthvert magasín þar sem kunnugir segja að við getum fengið keypt sturtuhengi og aðra nauðsynjavöru. Við neyddumst nefnilega til þess að henda sturtuhenginu sem fyrir var því það var að nokkru leyti þakið svartri myglu. En það er líka eins gott fyrir okkur að ná strætó í dag því að á morgun mun hann ekki ganga vegna verkfalls. Á morgun hefur nefnilega verið boðað verkfall hjá starfsmönnum strætó-, rútu-, lesta- og metrófyrirtækjanna. Þeir eru nú verkfallssjúkir þessir Frakkar!! Frá því á mánudaginn hafa háskólastúdentar verið í verkfalli og hafa þeir meinað fólki inngöngu í skólabyggingarnar. Eins og einhverjum sé ekki sama þótt stúdentar fari í verkfall?? Það bitnar einungis á þeim sjálfum og engum öðrum, skrýtið lið...
Í nýju íbúðinni höfum við ekki nettengingu og höfðum við því hugsað okkur að kaupa slíka þjónustu. Í gær var okkur hinsvegar sagt að þráðlaust net verði sett upp í húsinu í desember eða janúar. Það tekur því ekki fyrir okkur að setja upp tengingu fyrir nokkrar vikur og því höfum við ákveðið að bíða bara róleg eftir hinni tengingunni. Sú tenging verður innifalin í leigunni, rétt eins og gervihnattasjónvarp sem þegar er virkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2007 | 13:18
Gummi og Therese í Frans.
Nú höfum við Therese dvalið hér í Toulouse í næstum þrjár vikur. Það fer nú ágætlega um okkur þrátt fyrir að við höfum ekki ennþá fengið eigin íbúð. Það stendur þó til bóta því á mánudaginn kemur eigum við að fá íbúð við rue Saint Aubin, númer 10. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá mynd af Toulouse sem tekin var af Google Earth.
Hér er mynd sem sýnir betur 10 rue Saint Aubin...
...og hér er mynd sem sýnir labið (LMTG) þar sem ég mun vinna doktorsverkefnið mitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)